Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Reglulegt viðhald er mikilvægasti þátturinn í að halda olíubornu gólfi góðu þannig að það endist vel, því ef ekki er viðhaldið æskilegum raka viðarins og parketinu leyft að þorna um of eiga óhreinindin hægt um vik að setjast að í æðum viðarins og valda svertu eða gráma með tímanum og smátt og smátt ofþornar parketið með tilheyrandi vandamálum. 

Olíubornu gólfi sem mikið mæðir á þarf að viðhalda á 3 til 8 mánaðar fresti fyrstu tvö árin síðan má lengja tímannn smátt og smátt á milli viðhaldsumferða í það að olíubera tvisvar til einu sinni á ári og jafnvel á tveggja ára fresti ef álagið leyfir.

Við leggjum ríka áherslu á við okkar viðskiptavini að þeir leiti til okkar með fyrsta viðhald sem ætti að vera þremur til níu mánuðum eftir fyrsta olíuburð allt eftir því hvað álag er mikið á parketið.

Þetta er reyndar tvíþætt, fyrir það fyrsta viljum við fylgja okkar gólfum sem best úr garði og í öðru lagi að fólk hafi fengið reynslu af olíubornu parketi og geti þá fengið fagmanninn til skrafs og ráðagerða í meðferð parketsins í framtíðinni ef það vill sjálft sjá um hið reglubundna viðhald. Einnig er mjög mikilvægt að nota rétt efni til þrifa á milli olíuumferðar sem viðhalda æskilegri vörn viðarins. 

Dagleg þrif:

Ekki er æskilegt að blautskúra olíuborið parket mikið, hin daglegu þrif ættu að fara fram með ryksugu eða þurrmoppum og strjúka yfir með rétt rökum klút þá fleti sem mikil óhreinindi koma á. Hafa ber í huga að í hvert sinn sem gólf er þvegið, þornar viðurinn þegar gólfið er að þorna það er að segja að vatnið gengur aðeins ofan í æðar viðarins og þurrkar viðinn þegar það gufar upp. Þess vegna er mikilvægt að nota rétt efni til þess að viðhalda æskilegu rakastigi viðarins, eins þarf að passa upp á að nota ekki rangar gólfsápur því þá er hætta á yfirborðsfitu sem veldur því að gólfið verður skýjað. 

Dæmi: ef gólf er þvegið einu sinni á dag ætti að nota lágmarks sápu magn og nota næringa efnið til íblöndunar í 4-6 hvert skipti, ef næringaefnið er notað örar er hætt við yfirborðsfitu sem hverfur þó ef skamtur af næringaefninu er minnkað.

Hér er reyndar tæpt á því helsta, vinsamlega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

 

Eukula viðhaldsefnin fyrir olíuborin gólf eru eftirfarandi og fást í 1 ltr og 5 ltr umbúðum og eru seld hjá Harðviðarvali og Agli Árnasyni.

 

Euku clean; Mild og góð parketsápa með mikla þrif eiginleika notast til íblöndunar í vatn í hlutfallinu 50-100 ml á móti hverjum 10 ltr. af volgu vatni. 

 

Euku care emulision; Sérstakt næringaefni fyrir olíuborið parket, blandast öðru hvoru í skúringavatnið í hlutfallinu 100-200 ml á móti hverjum 10 lítrum af vatni. 

Euku care oil; Viðhaldsolía, þessi gamla góða sem fylgt hefur íslenskum heimilum í áratugi, áætlað er að hver líter dugi fyrir 30m2 við eðlilegar aðstæður.