Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Sápan sem við mælum með á lakkað gólf er: Euku-Clean sápa. 

Sápur sem við mælum með á olíuborin gólf eru: Euku-Clean sápa og  Eukula emulision næringu fyrir olíugólf bætt út í sápu vatnið eftir þörfum 

Lakkað parket:

Það er ekki hentugt að nota sápur, sem ætlaðar eru fyrir olíuborin viðargólf á lakkað parket þar sem þær eru of feitar og skilja eftir sig yfirborðsfitu sem gerir lakkaða gólfið skýjað. 

Þegar um er að ræða lakkað parket eru vissir þættir sem þarf að hafa í huga.
 
Lakkið harðnar um 90% fyrstu þrjá dagana en það tekur um það bil þrjár vikur að ná fullri hörku. það þýðir að lakkið er að gefa frá sér lítið magn uppleysiefna þar til það harðnar að fullu og þess vegna er mikilvægt að setja ekki neinar mottur eða plast sem hylja gólfið fyrr en eftir fullnaðarhörku. það er samt í lagi að nota yfirbreiðslur vegna málningarvinnu en ekki láta þær liggja lengur nema rétt á meðan verið er að mála. Athugið samt að þunnur pappi er hentugugastur til yfirbreiðslu þar sem gólfið nær að anda í gegnum hann. Það er í lagi að ganga á gólfinu á sokkum eftir fyrsta sólahringinn og setja húsgögn inn á gólfið á þriðja degi eftir lökkun, Gangið varlega um, því reynslan hefur sýnt að lakkið rispast mest á fyrstu vikunum ef ekki er farið gætilega.
 

Hafið í huga að á meðan lakkið er sem viðkvæmast, þá má ekki draga neitt eftir gólfinu, látið ekki vatn liggja á því og passið vel að sandur berist ekki inn því sandurinn fer illa með lakk og best er að nota þurrmoppu eða ryksugu til daglegra þrifa.
 
Það skiptir mjög miklu máli hvernig sápur eru notaðar á lakkaða fleti þær mega t.d. ekki innihalda fitu eða salmiak.
 
Hér er reyndar tæpt á því helsta, vinsamlega hafið samband í síma 892 8862 ef einhverjar spurningar vakna.
 

Dagleg þrif á lökkuðu gólfi: 

Dagleg þrif ættu að vera með þurrmoppum eða rétt rökum moppum og þá með hreinu vatni, helst ekki skúra gólfið með sápu nema mesta lagi 1-2 á mán. Þegar gólfið er þvegið þá þá mælum við sérstaklega með Euku-Clean sápunum frá Eukula.

Euku-Clean er fyrir allt lakkað parket,dúka ,kork og flísar sem síðan er til í spray útgáfu líka og er hún frábær á harðaparket og jafnvel til að þrífa stál. 

Euku-viðhaldsvörurnar fást aðeins hjá okkur og  PM búðinni Smiðjuvegi 6. Kópavogi. síma 567 7777 

Olíuborið parket:
Mjög áríðandi er að nota réttar sápur fyrir olíuborin gólf sem innihalda þá næringu sem gólfið þarfnast. 

Þegar um olíuborið parket er um að ræða, er viðhaldið mikilvægasti þátturinn, því ef ekki er viðhaldið æskilegum raka viðarins og parketið látið þorna um of þá eiga óhreinindin hægt um vik að setjast að í víundum viðarins og valda svertu eða gráma. Olíubornu gólfi þarf að viðhalda á 6 til 10 mán fresti fyrstu 2 árin síðan má lengja tímannn smátt og smátt í það að 4 ára gamalt olíugólf ætti að olíuberast einu sinni á ári og 6 ára gólf á tveggja ára fresti.
 

Við leggjum ríka áherslu á við okkar viðskiptavini að þeir leiti til okkar með fyrsta viðhald sem ætti að vera ca. 6 til 10 mán eftir fyrsta olíuburð.  Það er reyndar tvíþætt, fyrir það fyrsta viljum við fylgja okkar gólfum sem best úr garði og í öðru lagi að fólk hafi fengið reynslu af olíubornu parketi og geti þá fengið fagmanninn til skrafs og ráðagerða í meðferð parketsins í framtíðinni. Eins er líka mjög mikilvægt að nota réttar sápur til þvotta til þess að viðhalda gólfinu á milli olíuburðar.
 

Dagleg þrif á olíubornu gólfi: 
Ekki er æskilegt að blautskúra olíu borið parket, hin daglegu þrif ættu að fara fram með ryksugu eða þurrmoppum og strjúka yfir með rétt rökum klút þá fleti sem mikil óhreinindi koma á.
 
Hafa ber í huga að í hvert sinn sem gólf er þvegið, þornar viðurinn þegar gólfið er að þorna það er að segja að vatnið gengur aðeins ofan í víindi viðarins og þurrkar viðinn þegar það gufar upp. Þess vegna er mikilvægt að nota réttar sápur til þess að viðhalda æskilegu rakastigi viðarins, eins þarf að passa upp á að nota ekki of mikið af sápu, því þá er hætta á yfirborðsfitu sem veldur því að gólfið verður skýjað.
 
Eukula emulision næring skal notast ca 6-8. sinnum á ári, ef gólf eru þrifin þvegin oftar skal takmarka sápu og nota jafnvel inn á milli hreint vatn. 

Hér er reyndar tæpt á því helsta, vinsamlega hafið samband í síma 892 8862 ef einhverjar spurningar vakna eða leitið uppl. hjá PM búðinni síma 567 7777.
 


Euku sápaEuku emulision næringEuku hreinsir