Þá er lokafrágangur aðeins eftir eins og þessi mynd ber með sér, aðeins eftir að lakka með EUKULA og verkið fullkomnað.
Einn salur af mörgum
Sérinnflutt parket, Eik Natur 15x70x420 og Wenge 15x70x500, lagt í besta límið STAUF 460 og síðan slípað með vélum frá Lagler og svo grunnað og lakkað með efnum frá Dr. Schutz /EUKULA, og árangur þessi, gullfallegt gólf sem á sinn þátt í því að endurvekja glæstan virðuleika á hótel Borg.
Það eru akkúrat svona verk sem gera það að verkum að það er gaman í vinnunni.
Tækjakostur frá einum fremsta framleiðanda heims LÄGLER®, Hummel beltavélin og nýja ryklausa FLip kantvélin ásamt ómissandi TRIO þriggja diska vélinni sem sérstaklega nýtur sín þegar slípað er síldarbeins munstur eða önnur munstur gólf, gera það að verkum að útkoman er alltaf eins góð og mögulegt er enda hefur LÄGLER® verið leiðandi framleiðandi parketslípivéla í 50 ár.
Nokkurs miskilnings hefur gætt þegar Parketmeistarinn er leitaður uppi á netinu eða hjá ja.is og 118. Það sem kallast parketslípun meistarans á netinu er ekki á okkar vegum, hefur aldrei verið og verður aldrei. Við sinnum okkar og erum stoltir af því óháð því hvað aðrir eru að gera á markaðnum. Vinsamlegast leitið því upplýsinga áður en verk er unnið svo komist verði hjá óþarfa leiðindum.