Maí 2022 - Kristján - Hafnafjörður
Í maí 2021 flæddi vatn frá baðherbergi íbúðar okkar undir hurð sem snýr að alrýminu og þaðan í átt að borðstofunni, einnig undir hurð sem snýr að hjónaherberginu. Þetta var mikið áfall fyrir okkur hjónin, því við vissum hvað myndi fylgja í kjölfarið, þ.e. allt parketið á neðri hæð íbúðarinnar okkar, um 80 m2 væri undir. Ekki var það til að bæta áfallið að við vorum á leið erlendis til 3ja mánaða dvalar.
Fyrir einstaklinga hátt á áttræðisaldri var þetta mikið áfall. Á öllum gólfum utan baðherbergis og snyrtingar er niðurlímt eikar stafaparket í fallandi lengdum og undir parketinu er niðurlímdur hljóðdeyfidúkur. Allir gólffletir eru í sama fleti og innfeldir felliþröskuldar eru í hurðum. Yfirborðið slípað og lakkað á viðurkenndan hátt. Friðrik Bergsveinsson og félagar hjá Parketmeistaranum önnuðust verkið í upphafi.
Við gerðum strax tryggingafélagi húsfélagsins okkar grein fyrir tjóninu. Næst var haft samband við Friðrik Bergsveinsson, því ekki kom annað til greina en að hann annaðist viðgerðina, vegna hinnar góðu reynslu sem við höfðum af honum og hans félögum.
Tryggingafélagið samþykkti Friðrik strax og sendi honum verkbeiðni. Friðrik kom til okkar nokkrum dögum síðar og yfirfór skemmdirnar og mældi rakann í parketinu. Friðrik sagði við okkur í föðurlegum tón, „þið skuluð bara fara í fríið og ekki hafa áhyggjur af þessu á meðan“. Friðrik bætti svo við, „hæpið verður að parketið verði orðið nógu þurrt þegar þið komið til baka, svo hægt verði að byrja viðgerðir á því“. Hjá okkur hjónunum varð spennufall. Við fórum í fríið áhyggjuminni, þar sem málið var komið í góðar hendur.
Að þremur mánuðum liðnum mældi Friðrik rakann í parketinu og var hann enn of hár. Það varð svo að samkomulagi við Friðrik að 23. maí 2022 myndi hann mæta á staðinn með starfsmenn sína, en áður yrðum við að vera búin að fjarlægja alla muni af parketlögðum gólfum. Friðrik og félagar komu svo á staðinn á umsömdum degi. Liðlega viku síðar var búið að laga allar parket skemmdir, slípa og endurlakka gólfin. Þegar við hjónin komum inn í íbúðina okkar að verki loknu varð okkur að orði, þetta er eins og ný íbúð þvílík var breytingin, og hvergi misfellu að sjá fyrir gamlan byggingaeftirlitsmann.
Allt sem Friðrik hafði sagt við okkur stóðst fullkomlega. Í dag búum við hjónin af reynslu vegna vatnsskemmda á parketi með öllu því sem því fylgir. Vegna hinnar frábæru samskipta og góðu verkskila mælum við eindregið með Friðriki Bergsveinssyni og félögum hjá Parketmeistaranum ehf.
Hafnarfirði í júní 2022 Kristján Stefánsson Byggingatæknifræðingur.
____________________________________________________________________________
Maí 2016 - Ómar - Hafnafjörður
Sæll Friðrik og takk fyrir síðast.
Mig langar að þakka þér og þínum mönnum, fyrir frábært verk og afar fagmannleg vinnubrögð við parketslípun hjá syni okkar og tengdadóttur í Háholtinu í Hafnarfirði þann 4-6 maí 2016.
Allt stóðst eins og stafur á bók og gólfið er eins og nýtt, alveg meiriháttar flott. Ég mæli hiklaust með Parketmeistaranum ehf ef ætlunin er að endurnýja gamla parketgólfið :)
Læt fylgja með nokkrar myndir sem sýna í hnotskurn hvernig gólfið var og hvernig meistararnir hjá Parketsmeistaranum skiluðu af sér :)
Janúar 2016 - Hrönn - Reykjavík
Ég leitaði til Parketmeistarans eftir ábendingu frá vinnufélaga sem mælti með þeim. Þegar ég skipti um íbúð var ljóst að það þurfti að laga parketið á henni sem var rispað og snjáð. Þeir mættu á staðinn tóku verkið út, gáfu tilboð og tímasettu. Í stuttu máli þá stóðst allt eins og stafur á bók og gólfið er eins og nýtt! Ég mæli eindregið með strákunum hjá Parketmeistaranum. Takk fyrir mig!
Oktober 2015 - Hartvig - Hafnafjörður
Við þökkum fyrir góða þjónustu og er gaman að sjá hvað gólfið er orðið fallegt! Eins og nýtt ! Allt stóðst og við óskum ykkur alls hins besta.
September 2015 - Kristín og Vigfús - Reykjavík
Einstaklega fagleg og vönduð vinnubrögð. Við létum slípa og hvítta gamalt parket sem er nú eins og nýtt. Mælum eindregið með Parketmeistaranum!
Kristín og Vigfús, Goðheimum
September 2015 - Vala Matt - Reykjavík
Ég elska að vinna með topp fagmönnum sem eru bæði vandvirkir og einnig einstaklega ljúfir. Friðrik og hans menn hjá Parketmeistaranum komu til mín, gáfu góð ráð, gerðu áætlun og komu svo með bros á vör og slípuðu og lökkuðu parketið hjá mér án ryks eða annarra óþæginda. Fagmenn fram í fingurgóma sem sannarlega er hægt að mæla með!
Kær kveðja, Vala Matt
April 2015 - Niels - Kópavogur
Það geta margir lakkað og olíuborið skammlaust en að vinna parket er svo miklu meira en það. Það sem einkennir Parketmeistarann er vönduð forvinna; ítarleg athugun á parketinu, viðgerð á límingum, einstaklega jöfn slípum og fylling þar sem þarf. Þetta er einmitt það sem skilur á milli mestu gæða og um það bil ásættanlegra gæða. Parketmeistarinn gerði skýrt og raunsætt tilboð, vann fljótt og skipulega af sérstakri snyrtimennsku.
Mars 2015 - Prentsmiðjan Oddi - Reykjavík
Prentsmiðjan Oddi leitaði til Parketmeistarans varðandi parketslípun og lökkun á skrifstofurými og matsal í byrjun ársins. Í stuttu máli vorum við mjög ánægð með þjónustuna.Tíma- og kostnaðaráætlun stóðst og vinnubrögðin sýndu að starfsmenn Parketmeistarans kunna sitt fag.
Myndum hiklaust leita til þeirra aftur.
Febrúar 2015 - Guðmundur - Hafnarfirði
Við leituðum til Parketmeistarans að fengnum meðmælum vinahjóna sem reyndust fyllilega verðskulduð.Verkið var allt unnið af ítrustu fagmennsku, allt frá framsetningu sanngjarns tilboðs til verkloka. Tilboð og verkáætlun stóðust að öllu leyti og útkoman er framar væntingum.Friðrik og samstarfsmenn hans hjá Parketmeistaranum fá okkar bestu meðmæli.
Janúar 2015 - Halldór Jónsson ehf - Reykjavík
Halldór Jónsson ehf hefur nýtt sér þjónustu Parketmeistarans undanfarin ár með góðum árangri.Þjónusta og fagmennska eru fyrsta flokks og hefur árangurinn verið í samræmi við það.Við mælum hiklaust með Parketmeistaranum.
Nóvember 2014 - Sigrún og Elmar - Vesturbær Reykjavík.
Við vorum mjög ánægð með þjónustuna. Við fengum góða ráðgjöf sem við nýttum okkur og erum mjög þakklát fyrir hana. Við sem leikmenn vissum ekki mikið en allt var útskýrt vel fyrir okkur og ráðin nýttust vel. Parketið er eins og nýtt eftir slípunina. Ótrúlegt hvað það gerði mikið fyrir íbúðina að slípa parketið upp. Gamalt og nýtt parket (sem voru ekki alveg 100% eins) voru slípað saman og það sér enginn skilin svo vel var verkið unnið.Takk fyrir okkur.
Sigrún og Elmar
September 2014 - Fjalar - Kópavogur.
flott takk vinnan var flott ... hratt og vel unnið ... gólfið eins og nýtt á eftir !
Júlí 2014 - Ragnheiður - Reykjavík
Þegar ég keypti íbúð var parketið á henni mjög óhreint og nauðsynlegt að slípa það. Ég hafði samband við Parketmeistarann ehf. og fékk fljótlega heimsókn frá þeim þar sem verkið var metið og tilboð gert í það. Þar sem ég vissi lítið um framkvæmd sem þessa spurði ég hvað annað þyrfti að athuga og þá var mér bent á nokkur atriði. Það fannst mér sýna að PM viðhafði fagleg vinnubrögð. Gestir hjá mér hafa dáðst að hversu fínt parketið er núna og sérstaklega hversu jafnt lakkið er á öllu gólfinu. Þá lagði PM einnig kork á eldhúsgólfið sem er mjög vel gert. Öll samskipti við PM voru mjög góð og það met ég mikils.
Kveðja, Ragnheiður
Júní 2014 - Sveinbjörn og Margrét - Kópavogur.
Fengum Friðrik og félaga til að gera tilboð í slípun á parketinu, vildum lýsa það upp.Fljót og fyrirmyndarþjónusta sem við fengum hjá þeimAllt stóðst,góðar upplýsingar ráðleggingar og gott verð.Erum mjög ánægð.Takk kærlega fyrir
Sveinbjörn og Margrét
Mars 2014 - Ása - Grafarvogur Reykjavík
Sæll Friðrik, Kærar þakkir fyrir skjóta og góða þjónustu. Gólfið gjörbreyttist við meðferðina og ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég mæli hiklaust með ykkur. Bestu kveðjur, Ása
Mars 2014 - Þóra - Laugarnesvegur Reykjavík
Sæll Friðrik.
Kærar þakkir fyrir slípunina og lökkunina á gólfinu okkar. Gólfið sem ég var hrædd um að væri ónýtt, er sem nýtt og íbúðin allt önnur. Við sluppum við að henda gamla parketinu og sóa þar með gólfefni sem leyndi heldur betur á sér. Gamalt parket á sér greinilega framhaldslíf ef rétt er staðið að málum!
Með bestu kveðjum, Þóra.
Janúar 2014 - Ólafía- Mosfellsbær
Við fengum Friðrik og félaga hjá PM-Parketmeistaranum til að slípa upp og lakka parketið hjá okkur. Parketið var nokkuð farið að láta á sjá en það varð eins og nýtt á eftir. Öll vinnubrögð voru vönduð og til fyrirmyndar. Sömuleiðis stóðst verk- og fjárhagsáætlun 100%. Getum fyllilega mælt með PM-Parketmeistaranum.
Nóvember 2013 - Birna - Seljahverfi Reykjavík
Parketmeistarinn var fljótur að svara fyrirspurn minni um tilboð í verkið, sem er mikill kostur. Kom á staðinn eins og um var samið og tók verkið út. Gat byrjað fljótlega eftir að tilboð var samþykkt og allt stóðst eins um var talað. Parketið sem unnið var með var orðið mjög lúið og eins voru nokkrar skemmdir í því. Þær skemmdir sjást ekki í dag og parketið er eins og nýtt. Mæli hiklaust með Parketmeistaranum. Bæði ódýrara og umhverfisvænna að láta slípa og laga!
Október 2013 - Sólveig - Kleppsvegi Reykjavík
Ég er ánægð með þjónustuna hjá ParketmeistaranumÞeir tóku að sér að laga lúið og matt eikarparkett, sem að hluta til var skemmt.Þeir komu með góðar heildarlausnir, unnu hratt og vel.Eftir slípun og lökkun er gólfið orðið eins og nýtt og Eikin nýtur sín vel.
Sólveig
Hulda og Max - Kópavogi
Friðrik og félagar slípuðu upp gólf hjá okkur sem var mjög illa farið. Árangurinn var ólýsanlegur og frágangurinn fullkominn. Á öllum stigum máls lögðu þeir sig fram við að veita góða þjónustu, gefa manni ráðleggingar og halda manni vel upplýstum um gang mála. Það var frábært að eiga í samskiptum við þá frá upphafi til enda. Þarna eru á ferð ótrúlegir fagmenn og miklir ljúflingar. Við erum PM mönnum þakklát og yfir okkur ánægð.
Einar Oddur Ólafsson - Reykjavík
Að lenda í vatnstjóni er aldrei gaman en að koma heim eftir að Friðrik og hans menn hafa tekið gólfin í gegn hjá mér var bara hrein upplifun. Parketið var flottara en þegar það var nýtt. Allt er 110 % . Ég mæli eindregið með Parketmeistaranum það er ekki spurning ef fólk er að velta fyrir sér að láta slípa parket .Þá á það svo sannarlega að hafa samband við Parketmeistarann, parketið verður flottara en nýtt
Takk fyrir góða þjónustu !
Margrét Óskarsdóttir - Reykjavík
Sæll Friðrik,
Við erum mjög ánægð með verkið frá upphafi til enda. Þið vorið snöggir að svara með tilboðinu og tilbúnir til að koma og skoða og ráðleggja okkur áður en verkið hófst. Vinnan gekk hratt og örugglega fyrir sig og allt viðmót ykkar starfsmanna þægilegt og notalegt. Við getum nú dansað á fallegum gólfum og verið stolt af fallegra heimili með ykkar aðstoð.
Kristrún Viðarsdóttir - Reykjavík
Við fengum Parketmeistarann ehf. til að pússa, bæsa og lakka hjá okkur gamlar gólffjalir sem voru illa farnar eftir að hafa legið undir nokkrum lögum af gólfefni í hátt í 100 ár. Friðrik og félagar unnu verkið af mikilli fagmennsku innan þess tímaramma sem lofað var. Þeir eru mjög úrræðagóðir og hjálpuðu okkur að finna út réttan lit á fjalirnar. Við erum hæstánægð með árangurinn og mælum eindregið með PM ehf.
Charlotta - Reykjavík
Friðrik er sannkallaður parketmeistari. Hann er fagmaður sem leggur mikið í verkin sín og það sést. Honum var kappsmál að við værum ánægð og allt sem hann sagði okkur stóð sem stafur á bók. Hann er einstakt ljúfmenni sem þægilegt er að vinna með og við mælum svo sannarlega með honum.
Katla Þorsteinsdóttir - Kóparvogi
Ég fékk Friðrik til að pússa hjá mér parket sem ég hélt nú reyndar að væri ekki við bjargandi. Fyrir utan að vera orðið gamalt og illa farið af notkun, voru skemmdir eftir leka úr ofni og hafði parketið víða gliðnað og auk þess voru áberandi dökkir blettir, ca 50 cm í þvermál, á þremur stöðum. Ég var vægast sagt orðlaus þegar ég sá vinnubrögðin. Parketið er eins og nýtt, blettirnir alveg horfnir, sprungur ekki sýnilegar og áferðin á öllu parketinu mjög falleg. Fyrir þetta borgaði ég svo þar að auki ótrúlega sanngjarnt verð. Bestu þakkir!
Elías Davíðsson - Reykjavík
Sæll Friðrik, Við hjónin á Hörpugötu erum mjög ánægð með verk ykkar í eldhúsinu um s.l. helgi. Þar var gólfið slípað og olíuborið. Parkett litur nú mjög vel út. Kærar þakkir,
Heiða og Halldór - Huldubraut, Kópavogi
Við getum heilshugar tekið undir ummæli Köru og Vals hér að neðan, Friðrik og hans menn slípuðu og bættu 13 ára gamalt 22 mm Merbau parket sem upprunalega var lakkað, eftir mikla umhugsun var ákveðið að olíubera, árangurinn! eitt glæsilegasta gólf bæjarins, sem ekki sér skít á, fyrir utan hversu mjúkt og hlýlegt það er. Svo kom að sólpallinum, að sjálfsögðu kom Friðrik með bestu ráðin, kannski verður það þakið næst? Svo er það einnig dagsatt að Friðrik kann ráð við hinum ótrúlegustu hlutum, og bóngóður er hann. Vinir okkar mæltu með PM svo ánægðir viðskiptavinir eru besta auglýsingin.
Kristján Halldórsson - Reykjavík
Ég var enda við að kaupa mér íbúð, með parket á stofu og gangi, sem var orðið mjög upplitað og margar rispur og holur í því. Það var því ljóst að nauðsynlegt væri að pússa það upp og lakka, áður en flutt væri inn. Ég fékk Friðrik og hans menn til verksins, eftir að hafa heyrt mælt sérstaklega með þeim. Þeir brugðust fljótt við og unnu verkið stuttu eftir að ég hafði samband. Ég er mjög ánægður með árangurinn. Parketið er eins og nýtt, ef ekki fallegra! Mér finnst verðið sem ég greiddi fyrir þetta sanngjarnt miðað við hversu vel tókst til. Ég mæli eindregið með þessum vönduðu fagmönnum.
Kara Pálsdóttir og Valur Árnason - Reykjavík
Við fengum PM ehf. til að slípa og lakka gegnheilt 15 ára gamalt parket úr hlyn í húsi sem við festum nýlega kaup á. Árangurinn var glæsilegur og flestir sem sjá parketið í fyrsta sinn spyrja hvort það sé nýtt. Við vissum að margir væru á þessum parketslípunarmarkaði og verðin á vinnunni misjöfn. Við völdum PM ehf. vegna góðra meðmæla sem þeir stóðu fyllilega undir og verðið fyrir vinnuna var að okkar mati mjög sanngjarnt miðað við gæði. Við viljum sérstaklega geta sérlega ánægjulegra samskipta við Friðriki Má, sem er skemmtilegur og með afbriðgum greiðugur maður sem kann ráð við bókstaflega öllu.
Við mælum heilshugar með Parketmeistaranum PM ehf.
Arnar Freyr Ólafsson - Parket og Gólf
Á undanförnum árum hefur Parket og Gólf gengið í gegnum miklar breytingar á markaði þeim er snýr að parketi. Stefnur og straumar hafa breyst og efnin og mennirnir með. Parket og Gólf hefur verið í samstarfi við PM frá stofnun og stærum við okkur að því að hafa fagmennskuna í fyrirrúmi hvað varðar ráðleggingar við kaup, lögn og slípun. Undantekningarlaust hefur Parketmeistarinn staðið undir nafni og er það aðalástæðan fyrir því að við notum hans krafta óspart við slípun, lökkun / olíuburð á efnum sem við höfum selt.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson - Grindavík
Ég fékk PM ehf til að slípa og olíubera parketið hjá mér. Ég lenti í miklum vandræðum því límið sem ég keypti var lélegt og eins lenti ég í rakavandamáli. Þeir Friðrik og Bjöggi voru ekki lengi að redda því, límdu niður það sem hafði losnað upp og tóku svo til við að slípa og olíubera. Árangurinn hreint út sagt ótrúlegur. Parketið er gífurlega fallegt og greinilega unnið af miklum fagmönnum. Ég myndi ekki hleypa nokkrum öðrum í parketið hjá mér ef ég væri þú!! Lengi lifi parketmeistarinn!!!!
|