Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Hér munum við stikla á því helsta sem í boði er í þeirri ótrúlegu flóru efna til yfirborðsmeðhöndlunar. Þar er ekki allt gull sem glóir þrátt fyrir góð nöfn og fyrirheit. 
Við notum eingöngu þau efni sem við treystum að uppfylli þau skilyrði sem við setjum okkur og að sjálfsögðu njóta okkar viðskiptavinir þess.
 


Þynnis baserað lakk Þetta þekkir fólk á lyktinni, það er til sem einþátta eða tveggja þátta. Einþátta lakkið sem notað er beint úr dósinni er frekar þurrefnissnautt, gefur litla fyllingu og verður frekar plastlegt ef það er notað eingöngu það þarf yfirleitt 3 – 4 umferðir til þess að það gefi nægan styrk og fyllingu, sem dæmi um einþátta polyurethan lökk eru gamla Flott4 lakkið frá Sjöfn og Kjarnalakkið frá Málningu. Svo er það tveggja þátta lakk þar sem blanda þarf hvata og lakki saman, það er mun þurrefnisríkara og sterkara lakk sem gefur góða fyllingu dugar vel með 2 umferðum. Þetta lakk notum við oft sem grunn undir umhverfisvæna lakkið, sem dæmi EUKULA PU 550/551 sem verið hefur í farabroddi á íslenska markaðnum í tugi ára.  
Hvoru tveggja eru þetta solvent baseruð polyurethan lökk, það er að segja eitrið gufar upp og plastefnið polyurethan verður eftir sem tiltölulega skaðlaus filma.
 

Spritt grunnur þessir grunnar eins og EUKULA G200 eiga það sameiginlegt að lýsa gólfið eins og hægt er, fljótir að þorna og má lakka yfir þá eftir 1 klst 

Umhverfisvænt lakk Þessi lakktegund á sér styttri sögu, hún kemur á markað fyrir um það bil 19 árum og minnti frekar á plastmálningu en lakk þar sem megin uppistaðan var akcryl plastefni og fældi það marga frá því að nota það, þar sem áferð og ending var léleg. En umhverfislakkið er framtíðin svo þróunin var virkilega hröð, því fyrir um 16 árum fara að koma á markað lökk sem voru 50% ackryl og 50 % polyurethan þannig að áferð og ending fór batnandi. Þessi lökk eru ýmsir menn að bjóða enn í dag, sérstaklega þar sem lökkin eru inn í svokölluðu fermetraverði (efni og vinna ). En í dag eru búin að vera á markaðnum 100 % polyurethan umhverfisvæn lökk síðastliðin 12 ár. Og hafa þau það langt umfram hin hefðbundnu polyurethan lökk að vera ekki bara áferða fallegri og lyktarminni, heldur er styrkleikinn ekki síðri. Eukula Strato 46* línan ( 461,silkimatt, 462 matt ) fyrir heimahús og Eukula Extreme 47* línan ( 470 glans,471 silkimatt,472 matt og 473 Ultra matt ) fyrir þá fleti sem meira mæðir á og td ef lakkað er með EUKULA Extreme 473 lakkinu allar umferðir verður litur viðarins því sem næst eins og nýslípaður og óáborin en þetta er oft það sem fólk er að leita eftir.  Þar sem okkur er virkilega annt um okkar orðspor þá notum við 100 % polyurethan umhverfisvænu lökkin hvar sem við komum því við. 

Einnig bjóðum við upp á bætiefni EUKULA UV protection í umhverfisvænu lökk svokallaða UV vörn eða sólarvörn ( sjá mynd hér að neðan ) sem hindra sólarljósið í að upplita viðinn, flest lökk á markaðnum hafa þá eiginleika að gulna ekki með aldrinum en þau hleypa sólarljósinu í gegnum sig og þess vegna er UV vörnin skynsamlegur kostur þar sem við á.

Euku-solarvorn

Hér má sjá prufu af Hlyn parketi, vinstra megin er UA vörn bætt í lakkið en hægra megin er hún ekki til staðar.

Gólfolía: Gólfolían fór að ryðja sér til rúms upp úr 1990 og í dag má segja að hún hafi 40 % markaðshlutdeild í yfirborðsmeðhöndlun, því oftar en ekki erum við að slípa upp gömul lökkuð gólf og setja olíu á viðinn. Olíugólfið hefur marga kosti umfram lakkaða gólfið eins og það að rispur eru ekki eins critiskar, gólfið er náttúrulegra og verður einfaldlega fallegra með tímanum, það svona einhvern veginn eldist með ábúendunum. Mjög áríðandi er samt að viðhalda gólfinu á réttan hátt, það á reyndar við um öll efnin, en sérstaklega er mikilvægt að viðhald sé reglulegt með olíugólfum og er þá sérstaklega mikilvægt að viðhalda þeim með næringaefni eins og td EUKULA emulision næringu. Það eru einnig til hvítar olíur og olíur í mörgun litum ef fólk vill breyta til. 

Bæsun: Litun á viðargólfi er skemmtilegur og líflegur kostur, á markaðnum er úrval efna til bæsunar. Olíubæsar, Sprittbæsar og vatnsbæsar. En stundum er betra heima setið því það er ekki sama hvað notað er. Það er grátlegt að horfa upp það hvað fólki er selt og jafnvel litlar sem engar upplýsingar um rétta notkun efna. Því það er ekki sama hvort verið er að bæsa borðplötu eða gólf. Þægilegasta efnið til að bæsa gólf er olíubæs vegna þess að hann þornar hægt og tími gefst til þess að jafna áferðina sem best. Flest allar ljósar viðar tegundir þola það að litast, Síðan er því fylgt eftir annað hvort með lakki eða olíu. Athugið samt að olíubæs getur þurft allt að 48 tíma þurkktíma áður en lakk er sett yfir. Hægt er að nota litaða EUKULA HS olíu sem grunn undir EUKULA vatnslökk og er þá olían látin standa í 24 klst.