Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Lagler logo

höfuðstöðvar Lagler

Fróðleikur um Eugen Lägler GmbH.

Hummel beltavélin frá LÄGLER® hefur löngum verið kölluð "Rolls Royce" parketslípivéla í heiminum en það var Þýski snillingurinn Eugen Lägler sem stofnað fyrirtækið utan um vélaframleiðslu sína ásamt konu sinni Gerdu árið 1956 í Frauenzimmern í Þýskalandi. Fyrsta vélin bar nafnið ELF sem var skammstöfun orðanna Eugen Lägler og Fraunezimmern, Framleiðslan var í litlum skúr og voru allar vélar meira og minna handsmíðaðar fyrstu árin en á því herrans ári 1969 leit svo Hummel beltaslípivélin fyrst dagsins ljós og varð fljótt leiðandi á markaðnum og til varð goðsögn um trausta og verklega beltaslípivél. Vélin sem margir hafa reynt að stílfæra en engum tekist. Enn þann dag í dag er nýjasta Hummel vélin byggð á þeim trausta grunni og þær breytingar sem hafa verið gerðar hafa verið á henni hafa gengið út á það að bæta það sem gott er enda er vélin í fararbroddi í heiminum. Árið 2012 fékk hún stimpilinn "ryklaus " Dust levels below 1 mg/m³. " en það þýðir að hún rykar undir einu milligrammi í einum rúmetra lofts en umhverfisvernd hefur verið eitt aðalmarkmið LÄGLER® síðustu ár enda eru allar nýjar vélar frá LÄGLER® með þessum gæðastimpli í dag.

The HUMMEL® belt sanding machine receives from the German Woodworkers trade association (Holz Berufsgenossenschaft) the "wood dust test" approval mark. Dust levels below 1 mg/m³.

Lagler Hummel beltaslípivél       Lagler Trio vél       Lagler Flip kantvél         Lagler Single bónvél

    HUMMEL® beltaslípivél             TRIO þriggja diska vél                       FLIP®  kantvél                          SINGLE bónvél 

LÄGLER® leggur framtíðar áherslu á HUMMEL®  beltavél, TRIO þriggja diska vél, FLIP® kantavél og SINGLE bónvél en að sjálfsögðu eru til allir varahlutir í allar vélar sem framleiddar hafa verið af LÄGLER® í gegnum tíðina enda er vörumerkið sérstaklega þekkt fyrir traustar vörur  og stöðugleika, allar vélar hafa það sameiginlegt að vera fullkomnar í slípunar gæðum,100% virkni,notendavænar og einfaldar í viðhaldi og ekki síst þýsk gæði alveg í gegn enda bila þær nær ekkert því það er ekkert til sparað svo það er ekkert skrítið þótt talað sé um 20-30 ára endingu á þessum vélum sem notaðar eru út um allan heim af parketverktökum daglega allan ársins hring.

Það er ekki aðeins gæðin sem eru leiðarljós LÄGLER® heldur sú umhverfisstefna að halda ryki í lágmarki sem er ekki síst mikilvæg fyrir fyrirtækið, að vélarnar ryki sem minnst og eins og áður er sagt hleypir nýjasta útfærslan af HUMMEL® beltavélinni útsogsryki frá sér sem er minna en 1 mg/m³, en nýja FLIP® kantavélin og TRIO þriggja diska vélin slá þessu meira að segja við með því að hleypa aðeins frá sér útsogs ryk sem minna en 0.2 mg/m³. 

 

Fjöldinn allur af aukahlutum er í boði frá LÄGLER® en sjón er sögu ríkari, stefnt er að að hafa allar nýju vélarnar til sýnis og sölu hjá Agli Árnasyni Suðurlandsbraut 20.            

  

Lagler fylgihlutirLagler Flip fylgihlutirLagler hefillLagler Single fræsariLagler Trio fræsari

 

Einnig bjóðum við upp á hágæða sandpappír, nýlon padsa og stálnet frá LÄGLER®

Lagler sandpappír

© Parketmeistarinn 2014

 

Áhugaverðir linkar 

http://www.laegler.com/en/home.html